Nammi múslí

mæli með að þú þrefaldir þessa uppskrift 

1 dl döðlur

1 dl vatn

3 vænar msk kókósolía

2 dl glúteinlausir hafrar

1,5 dl pekanhnetur saxaðar

1,5 dl möndlur saxaðar

1,5 dl fræblanda að eigin vali (td. sólblóma og sesamfræ)

1,5 dl kókosmjöl

örlítið salt

1 dl saxaðar fíkjur

Aðferð:  

Setjið döðlurnar í pott ásamt vatninu og leyfið því að malla í nokkrar mínútur.

Maukið saman vatnið og döðlurnar með töfrasprota svo úr verði mauk og bætið kókósolíu saman við.

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál nema fíkjunum og hellið döðlumaukinu yfir og blandið vel.

Setjið bökunarpappí í ofnskúffu og hellið blöndunni yfir og bakið í 15-25 mínútúr við 150° hita. Það er gott að hræra af og til í blöndunni svo hún brenni ekki.

Þegar 15 mínútur eru liðnar, bætið þá fíkjunum útí og klárið að baka.