Margrét Leifs Heilsumarkþjálfun

Bætum við góðum venjum inn í lífstíl okkar

 

 


Skráðu þig á póstlista hér fyrir neðanUppáhalds Uppskriftir

 


 

Upplýsingar um nám í heilsumarkþjálfun

 


Ég ætlaði aldrei að verða heilsumarkþjálfi. En heilsumarkþjálfunin bjargaði mér og ég varð ástfangin fyrir vikið.

Ég vildi verða arkitekt eins og afi. Beint eftir stúdentinn flutti ég því til Berlínar og hóf nám í
arkitektúr.

Allt í einu var ég tvítug stelpa alein í risastórri borg, talaði smá þýsku en langt frá því að vera altalandi og komin út í nám sem ég hafði ekki hugmynd um hvort hentaði mér. Þetta var mikið andlegt álag sem olli því að exemið mitt versnaði til muna. Í dag sé ég hvað það fólst mikill lærdómur í þessum tíma, en það er ekki séns að ég hefði trúað því þá. Núna hef ég sæst við exemið mitt og er meira að segja svolítið þakklát fyrir það eða ég held að ég geti sagt að ég sé bara mjög þakklát fyrir það.